
Smálubbi á Melrakkasléttu
Leccinum rotundifoliae
Á heiðum Melrakkasléttu sprettur gnægð af smálubba (Leccinum rotundifoliae) í sambýli við fjalldrapann. Hann er náskyldur kúalubba en smærri og þéttari í sér og fyrir vikið betri matsveppur. Við hjá Sléttusveppum þurrkum hann og pökkum í 50 og 25 gramma umbúðir. Smálubbi hentar vel í súpur, sósur og ýmsa aðra rétti. Þá tínum við einnig lerkisvepp úr skógarreitum í Kelduhverfi, þurrkum og pökkum í 25 gramma pakkningar.
On the heaths of Melrakkaslétta peninsula, northeast Iceland, the dwarf birch bolete (Leccinum rotundifoliae) is found in abundance. We at Sléttusveppir gather it, cut it and pack it in 50 and 25 grams packages. It is a fine edible mushroom and suits well for soups, sauces and various dishes. We also pick larch bolete (Suillus grevillei) in the woodlands of Kelduhverfi, another district of northeast Iceland; dry it and pack it in 25 grams packages.
Um Sléttusveppi
About Sléttusveppir
Fyrirtækið Sléttusveppir ehf var stofnað árið 2017, en fyrirrennari þess var Artic Angling ehf. Það er staðsett á Raufarhöfn, Melrakkasléttu og er eigandi þess Ásdís Thoroddsen. Sléttusveppir framleiðir vöru úr tvenns konar sveppum: Smálubbi sem er sneiddur, þurrkaður og pakkaður í 25 og 50 gramma umbúðir og lerkisveppur sem fæst í 25 gramma umbúðum. Smálubbinn (Leccinum rotundifoliae):
Sléttusveppir ehf. was founded in 2017, but its forerunner was Arctic Angling ehf. It is located in Raufarhöfn, on Melrakkaslétta peninsula in the North East Iceland. Its owner is Ásdís Thoroddsen. Sléttusveppir processes two kinds of mushrooms; Leccinum rotundifoliae, which we call the dwarf birch bolete, since the English name is missing; and secondly the larch bolete (Suillus grevillei).

Smálubbi er tíndur á heiðum Melrakkasléttu, Norður-Þingeyjarsýslu.
Hver einasti sveppur er skoðaður og hreinsaður áður en hann er skorinn og settur í þurrk.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra (HNE) fer yfir verkferla og húsnæði.
Matís hefur gert innihaldsgreiningu og er í 100 grömmum að finna eftirfarandi:
Orka: 123 kj/295 kkal
Fita: 4 g - þar af mettuð fita: 1 g
Kolvetni: 29 g
- þar af sykrur: 6 g
Trefjar: 27g
Prótein: 23 g
The dwarf birch bolete is picked on the heaths of Melrakkaslétta, in the Northeast of Iceland.
Each mushroom is carefully checked and cleaned before it is chopped and dried.
The Sanitary Institution of North East Iceland (HNE) checks both the working process and the accommodation.
Matís (Icelandic Food and Biotech R&D Institute) made the analyse of the nutrition values in 100 grams:
Energy : 123 kj/295 kcal
Fat : 4 g – of which saturates 1 g
Carbohydrates : 29 g – of which sugars : 6 g
Fibre : 27 g
Protein : 23 g

Smálubbi (Leccinum rotundifoliae) telst til lubbanna sem auðvelt er að greina í sveppamó.
Það eru pípusveppir með þykku og þéttu holdi, kúlulaga hettu og grófu yfirborði á stilknum.
Allir lubbar lifa í rótarsambandi, aðallega við birkitegundir og eru tíðastir í norðlægum löndum þar sem birkið hefur mesta útbreiðslu.
Á Íslandi vaxa um 4-5 lubbategundir og er kúalubbinn þekktastur þeirra.
Smálubbi er fremur smávaxinn með kúlulaga, oft dálítið sprungna hettu.
Hann vex einkum í þurru og ófrjóu landi með fjalldrapa og fylgir honum upp til fjalla,
allt að 500 m hæð yfir sjó. Smálubbinn er algengur um allt land.
(Heimildir: Íslenskir sveppir og sveppafræði.
Helgi Hallgrímsson, Reykjavík 2010. https://en.wikipedia.org/wiki/Leccinum)
Lubbaættin finnst helst á skógsvæðum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku.
Fundarstaðir smálubba (leccinum rotundifoliae).
(Map of Leccinum rotundifoliae -- Discover Life).
Leccinum rotundifoliae is the Latin name of the mushroom used.
The genus Leccinum is easily identifiable in the field, their main distinguishing feature being the small, rigid projections (scabers) that give a rough texture to their stalks.
Most Leccinum species are mycorrhizal specialists, associating with trees of a single genus.
They have a widespread distribution, especially in north temperate regions.
Leccinum rotundifoliae has a rather small, round hat, often with cracks.
It is mainly found on dry and infertile land with dwarf birch up to 500 m above sea level. It is found in many places in Iceland.
(Sources: https://en.wikipedia.org/wiki/Leccinum).
Leccinum species are generally found in the woodlands of Europe, Asia, and North America.
In these places leccinum rotundifoliae has been found.
(Map of Leccinum rotundifoliae -- Discover Life).

Lerkisveppur (Suillus grevillei) er hinn sveppurinn sem Sléttusveppir verka og koma á markað.
Hver sveppur er hreinsaður og er himnan dregin af hattinum áður en hann er skorinn og þurrkaður.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra (HNE) fer yfir verkferla og húsnæði.
Matís hefur gert innihaldsgreiningu og er hún sem hér segir í 100 grömmum:
Orka: 1558 kj / 368 kkal
Fita: 4,7 g – þar af mettaðar: 1,1 g
Kolvetni: 65 g
– þar af sykrur: 7,1 g
Prótein: 16 g
Sölt: 0,36 g
Lerkisveppurinn vex aðeins með lerkitrjám. Hann er algengur um Norður-Ameríku og Evrópu.
The larch bolete (Suillus grevillei) Each mushroom is carefully cleaned and the cuticle is drawn of before it is chopped and dried.
The Sanitary Institution of North East Iceland (HNE) checks both the working process and the accomodation.
Matís (Icelandic Food and Biotech R&D Institute) made the analyse of the nutrition values in 100 g:
Energy: 1558 kj / 368 kcal
Fat: 4,7 g – of which saturates: 1,1 g
Carbohydrates: 65 g – of which sugars: 7,1 g
Protein: 16 g
Salt: 0,36 g
Larch bolete grows only under larch trees. It is widespread in North America and Europe.

Uppskriftr
Recipe
Hér eru birtar nokkrar uppskriftir sem eiga vel við Sléttusveppi.
Here are a few recipes that suit Sléttusveppir well.
Sveppasúpa fyrir fjóra
Mushroom Soup
Rísottó með smálubba og grænum spergli
Risotto with Sléttusveppir and aspargus
Sveppabaka
Mushroom Quiche
Gufusoðinn eggjaréttur
Steamed egg custard
Krem úr Sléttusveppum
Sléttusveppir Paste
Sveppasúpa fyrir fjóra
Innihald:
1 pakki Sléttusveppir (50 g)
500 ml soð af hænsn eða sveppum
1 stór laukur
1 vöndur af steinselju
2 matskeiðar hveiti
2 eggjarauður
250 ml rjómi
salt og pipar
Mushroom Soup
Ingredients:
50g Sléttusveppir
500 ml broth (chicken or mushroom)
20g butter for frying
1 large onion
a handful of fresh parsley
2 tbs flour
2 egg yolks
250 ml cream
salt and freshly ground black pepper
Aðferð: (35 mín. Einföld.)
Leggið sveppina í bleyti í 20 mínútur.
Skerið laukinn og steikið létt í potti, látið bleytta sveppina út í, brúnið ekki.
Sáldrið 1 matskeið af hveiti, saltið og piprið eftir smekk.
Hellið soðinu út á og takið pottinn af hellunni.
Blandið tveimur eggjarauðum og matskeið af hveiti út í rjómann og setjið í súpuna. Látið malla í korter.
Saxið steinseljuna og látið hana sjóða með síðustu mínútur.
Gott brauð á vel við súpuna.
Cooking method:
Put the mushrooms in a small bowl and add water to cover.
Let soak for 20 minutes.
Dice the onion and sauté in butter.
Add the mushrooms to the onions and fry lightly.
Sprinkle 1 tbs flour over the mixture and stir to coat.
Pour in the broth and the water in which the mushrooms soaked.
Stir well and take the pot off the stove.
Combine cream, egg yolks and 1 tbs flour and whisk together.
Pour the mixture into the soup pot and stir well.
Let simmer for 15 minutes. Top with finely chopped parsley.
Serve with good bread.
Rísottó með smálubba og grænum spergli
Innihald:
25 g Sléttusveppir
20 g smjör
1 laukur
400 g rísottó-hrísgrjón
2 dl þurrt hvítvín
8-10 dl soð (sveppa-, hænsna- eða grænmetissoð).
400 g ferskur grænn spergill
40 g smjör
50 g parmesan-ostur nýrifinn
dl rjómi
Risotto with Sléttusveppir and aspargus
Ingredients:
25g Sléttusveppir
20g butter for frying
1 medium onion
400g risotto rice
200ml dry white wine
800ml broth (mushroom, chicken or vegetable), more if needed
400g fresh asparagus
40g butter
50g grated Parmesan
100 ml cream freshly ground black pepper
Aðferð:
Leggið sveppina í bleyti í litla skál í 20 mínútur, látið vatnið fljóta yfir.
Saxið laukinn og léttsteikið í smjörinu.
Hrísgrjónum bætt við smjörsteiktan laukinn, hrært og steikt stutta stund.
Soðinu hellt út á og suðan látin koma upp.
Síðan látið malla á lágum hita í 30 mínútur.
Skerið endann af sperglunum, bútið þá niður og sjóðið í 3 mínútur.
Sperglar settir út í hrísgrjónin og allt látið malla í korter til viðbótar.
Smjöri, parmesan-osti og rjóma bætt við.
Kryddað með nýmöluðum pipar.
Einnig má bæta við dálitlu soði.
Rísottó á að vera seigfljótandi, þannig smakkast það best.
Hægt er að taka nokkra spergla frá smjörsteikja þá og hafa þá til skreytingar á réttinum.
Strá yfir rifnum parmesan.
Cooking method:
Put the mushrooms in a small bowl and add water to cover. Let soak for 20 minutes.
Dice the onion .
Melt butter in a skillet and sauté the onions until they are translucent.
Add the rice and fry lightly while stirring.
Add the mushrooms, the water in which they soaked and the broth.
Bring to boil, turn down the heat and let simmer for 30 minutes.
Clean the asparagus and cut into thick slices, 2-3 cm.
Boil in lightly salted water until tender (about 3 minutes).
You can reserve a few slices and sauté them in butter to use as topping.
Add the asparagus to the rice mixture and stir well.
Simmer for 15 more minutes. Add butter, cream, freshly grated black pepper and about half of the Parmesan cheese.
Stir until heated through. Add more broth if necessary.
The risotto should be pourable but only just so.
Top the risotto with slices of asparagus and grated Parmesan cheese.
Sveppabaka
Bökudeig:
150 g kalt smjör
250 g hveiti
1 eggjarauða
4 msk vatn eða meir eftir þörfum Dálítið salt.
Fylling:
50 g af Sléttusveppum
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
3 vorlaukar skornir
2 msk smjör til steikingar
2 egg
250 ml rjómi eða 1 dós sýrður rjómi
50 g rifinn ostur
salt og nýmalaður pipar
Mushroom Quiche
The dough:
150g cold butter
250g flour
1 egg yolk
4 tbs water, more if needed salt
The filling:
50g Sléttusveppir
1 clove garlic, minced
3 spring onions, finely chopped
2 tbs butter for frying
2 eggs
250 ml cream or 200 ml crème fraîche
50 g grated cheese
salt and freshly ground black pepper
Aðferð:
Kalt smjörið brytjað og hnoðað saman við hveitið.
Eggjarauðu bætt við og síðan kalt vatn svo að deigið verði ekki of þurrt en loði vel saman.
Best er að hnoða það sem minnst.
Geymt í kæli í klukkustund.
Flatt út og klætt inn í bökuform.
Bakað í 15 mínútur við 225°C hita.
Sveppir lagði í bleyti í 20 mínútur.
Síðan steiktir með hvítlauk og vorlauk góða stund.
Hrærið saman eggjum, rjóma og rifnum osti og kryddið með salt og pipar.
Hellið í bökuskelina og bakið allt við 200°C hita í um 25 mínútur.
Cooking method:
Cut the butter into the flour with a pastry cutter or a knife.
It should be broken into small pieces and thoroughly mixed in with the flour.
Salt lightly. Add the egg yolk and water.
Quickly knead until the dough comes together in a ball. Don’t overwork.
Let the dough rest in the refrigerator for an hour.
Roll out the dough and place in a pie pan. Bake for 15 minutes at 225°C.
Put the mushrooms in a small bowl and add water to cover. Let soak for 20 minutes.
Sauté the leeks until translucent, add the garlic and sauté for another minute.
Combine cream, eggs and grated cheese and whisk together. Salt and pepper.
Pour the egg mixture into the pie-shell and bake for 25 minutes at 200°C.
Gufusoðinn eggjaréttur
(2-3 skammtar)
15 g Sléttusveppir
3 dl vatn
3 stórar matkempur (Önnur nöfn: Flúðasveppir, champignons, Agaricus hortensis)
1-2 matskeiðar smjör fingurklípa af sjávarsalti (Saltverk, Norðursalt, Maldon)
1 matskeið hvítvín
2 varlega þeytt egg
Nokkrir belgir af snjóbaunum eða öðru grænmeti
Nokkrar sneyddar gulrætur
Útálát:
1/2 dl heitt vatn
1/4 - 1/2 kubbur af kjúklingakrafti
1 teskeið kartöflusterkja
2-3 teskeið af köldu vatni
Steamed egg custard
(2-3 servings)
15g dried Sléttusveppir mushrooms
3 dl water
3 big sliced fresh champignon mushrooms
1-2 tbsp butter a pinch of sea salt (recommended)
1 tbsp white wine
2 gently beaten eggs
few pods of snow peas or green vegetables
few sliced carrots
Consommejure:
1/2 dl hot water
1/4 - 1/2 of a chicken consomme cube
1 tsp potato starch
2-3 tsp cold water
Aðferð:
1. Leggið Sléttusveppi í bleyti í 10 - 20 mín. í volgu vatni í lítilli skál og setjið á lok.
2. Þeytið ekki lítillega í annarri skál, ekki láta hræruna freyða. Bætið við saltinu. Smjöri verður síðar bætt við, svo gætið að að salta ekki of mikið.
3. Steikið fersku sveppina í smjöri.
4. Sígið sveppina úr vatninu með sigti, látið vatnið til hliðar.
5. Blandið Sléttusveppunum við steiktu sveppina á pönnunni. Bætið við salti og hvítvíni og hrærið lítillega.
6. Sigtið hrærðu eggin svo þau. Blandið þeim síðan við vatnið af sveppunum.
7. Látið sveppina, baunirnar og gulræturnar í ofnfast fat og hellið vökvanum varlega yfir. Setjið lok á.
8. Sjóðið blönduna í gufupotti í 7 mínútur. Stillið hitann þannig að alltaf komi gufa frá pottinum. Á meðan eggjarétturinn soðnar í gufunni er hægt að búa til útálátið.
9. Látið 1/2 dl af heitu vatni í kastarholu, bætið við 1/4 ~ 1/2 af kubbi af kjúklingakrafti og eldið á lágum hita þar til hann leysist upp.
10. Hrærið teskeið af kartöflusterkju út í 2 - 3 teskeiðar af köldu vatni í lítið ílát. Hrærið vel.
11. Takið kastarholuna af hellunni og bætið kartöflusterkjunni í vatninu út í og blandið hratt og vel.
12. Látið kastarholuna aftur yfir þar til fer að sjóða. Þegar það er orðið vel þykkt, klístrað, er það tilbúið.
13. Takið gufupottinn af hellunni. Stingið tannstöngli í eggjaréttinn. Ef hann kemur hreinn upp aftur er hann tilbúinn.
Ef eggjahræra kemur upp á honum þar hann að soðna lengur. Ef hann er ofsoðinn eru smá göt í honum, svo betra er að fara varlega.
Ef hann er tilbúinn plastið af og hellið smávegis af þykkninu yfir áður en borið er fram.
Cooking method:
1. Soak Sléttusveppir mushrooms for 10 to 20 minutes with lukewarm water in a small bowl and cover with wrapping film.
2. Add a pinch of salt to beaten eggs in another bowl. Butter will be added later so be careful not to make it too salty. Be careful to beat eggs not to make foamy.
3. Saute fresh mushrooms with butter.
4. Drain soaked Sléttusveppir mushrooms in a strainer and separate mushrooms and the soaking water. Keep the soaking water aside.
5. Add soaked Sléttusveppir mushrooms into sauteed mushrooms in a pan. Add salt and white wine and mix them well softly.
6. Strain well-mixed beaten eggs to make it smoother. Mix it with soaking water. Be careful to beat eggs not to make foamy.
7. Place sauteed mushrooms and Sléttusveppir mushrooms and snow peas and carrots in heat-resistant containers and pour the liquid gently and cover with wrapping film.
8. Steam them in a steamer for 7 minutes. Adjust heat to keep always steaming from the lid. While steaming you make the consommejure.
9. Put 1/2 dl of hot water in a small saucepan, add 1/4 ~ 1/2 chicken consomme cube and cook with low heat till melt it. (As much of chicken consomme cube as you feel is tasty.)
10. Put 1 tsp potato starch in a small bowl and add 2 to 3 tsp cold water and mix well.
11. Remove the small saucepan from heat and pour (10) into the pan and mix well quickly.
12. Bring it back to heat. Cook till just before boiling and remove from heat. When it's sticky, it's ready.
13. Remove a steamer from heat. Prick a toothpick into steamed egg custard to test.
If nothing is coming with it, it's cooked. If egg liquid is coming with it, need some more to steam. If overcooked, it will have small holes so be careful.
When it's ready, take a wrapping film away and put some Consommejure over to serve.
Krem úr Sléttusveppum
10 g Sléttusveppir
2 1/2 dl vatn
20 g smjör
1 1/2 dl rjómi
hvítur pipar
sjávarsalt (Saltverk, Norðursalt, Maldon)
1 tsk eplaedik
Sléttusveppir Paste
10g dried Sléttusveppir mushrooms
2,5 dl water
20g butter
1,5 dl cream
salt and white pepper
1 tsp apple Vinegar
Aðferð:
1. Leggið Sléttusveppi í 15 til 30 mín. í volgu í litla pönnu, setjið hlemm yfir.
2. Setjið pönnuna á lágan hita og bætið við smjörinu, rjómanum, og salti og pipar eftir smekk. Látið malla þar til vökvinn þykknar. Gætið að því að láta rjómann ekki brenna við.
3. Takið af hellunni og bætið við eplaediki og setjið í matvinnsluvél og saxið. Ef slíkt tæki er ekki fyrir hendi mátti saxa sveppina vel áður en þeir voru látnir malla. Blandið eplaedikinu vel saman við.
4. Gott viðbit með hvítu kjöti svo sem steiktum kjúklingi eða hvítum fisk.
Cooking method:
1. Soak Sléttusveppir mushrooms for 15 to 30 minutes with lukewarm water in a small pan and cover with a lid or wrapping film.
2. Place the pan with low heat and add butter, cream, salt and white pepper to it. Simmer for a while to make flavor of the mushroom to go into the water.
3. Cook until the moisture flew and thicken. Be careful not to burn cream.
4. Remove from heat and add apple vinegar and put it in a food processor.
5. If a food processor is not available, chop the mushrooms finely before simmering. Add apple vinegar after removing from heat and mix well.
6. Put it in a piping bag and squeeze it on white meat such as sauteed chicken or white fish to serve.
Myndir
Photos
Sléttusveppir í myndum; úr heiðinni og frá vinnslunni.
Sléttusveppir in pictures; from the field and from the drying process.