Á heiðum Melrakkasléttu sprettur gnægð af smálubba (Leccinum rotundifoliae) í sambýli við fjalldrapann. Hann er náskyldur kúalubba en smærri og þéttari í sér og fyrir vikið betri matsveppur. Við hjá Sléttusveppum þurrkum hann og pökkum í 50 og 25 gramma umbúðir. Smálubbi hentar vel í súpur, sósur og ýmsa aðra rétti. Þá tínum við einnig lerkisvepp úr skógarreitum í Kelduhverfi, þurrkum og pökkum í 25 gramma pakkningar.