Uppskriftr

Hér eru birtar nokkrar uppskriftir sem eiga vel við Sléttusveppi.

Gufusoðinn eggjaréttur

2-3 skammtar.

15 g Sléttusveppir
3 dl vatn
3 stórar matkempur (Önnur nöfn: Flúðasveppir, champignons, Agaricus hortensis)
1-2 matskeiðar smjör
fingurklípa af sjávarsalti (Saltverk, Norðursalt, Maldon)
1 matskeið hvítvín
2 varlega þeytt egg
Nokkrir belgir af snjóbaunum eða öðru grænmeti
Nokkrar sneyddar gulrætur

Útálát:
1/2 dl heitt vatn
1/4 – 1/2 kubbur af kjúklingakrafti
1 teskeið kartöflusterkja
2 – 3 teskeið af köldu vatni

1. Leggið Sléttusveppi í bleyti í 10 – 20 mín. í volgu vatni í lítilli skál og setjið á lok.
2. Þeytið ekki lítillega í annarri skál, ekki láta hræruna freyða. Bætið við saltinu. Smjöri verður síðar bætt við, svo gætið að að salta ekki of mikið.
3. Steikið fersku sveppina í smjöri.
4. Sígið sveppina úr vatninu með sigti, látið vatnið til hliðar.
5. Blandið Sléttusveppunum við steiktu sveppina á pönnunni. Bætið við salti og hvítvíni og hrærið lítillega.
6. Sigtið hrærðu eggin svo þau. Blandið þeim síðan við vatnið af sveppunum.
7. Látið sveppina, baunirnar og gulræturnar í ofnfast fat og hellið vökvanum varlega yfir. Setjið lok á.
8. Sjóðið blönduna í gufupotti í 7 mínútur. Stillið hitann þannig að alltaf komi gufa frá pottinum.

Á meðan eggjarétturinn soðnar í gufunni er hægt að búa til útálátið.
9. Látið 1/2 dl af heitu vatni í kastarholu, bætið við 1/4 ~ 1/2 af kubbi af kjúklingakrafti og eldið á lágum hita þar til hann leysist upp.
10. Hrærið teskeið af kartöflusterkju út í 2 – 3 teskeiðar af köldu vatni í lítið ílát. Hrærið vel.
11. Takið kastarholuna af hellunni og bætið kartöflusterkjunni í vatninu út í og blandið hratt og vel.
12. Látið kastarholuna aftur yfir þar til fer að sjóða. Þegar það er orðið vel þykkt, klístrað, er það tilbúið.

13. Takið gufupottinn af hellunni. Stingið tannstöngli í eggjaréttinn. Ef hann kemur hreinn upp aftur er hann tilbúinn. Ef eggjahræra kemur upp á honum þar hann að soðna lengur. Ef hann er ofsoðinn eru smá göt í honum, svo betra er að fara varlega. Ef hann er tilbúinn plastið af og hellið smávegis af þykkninu yfir áður en borið er fram.


Krem úr Sléttusveppum

10 g Sléttusveppir
2 1/2 dl vatn
20 g smjör
1 1/2 dl rjómi
hvítur pipar
sjávarsalt (Saltverk, Norðursalt, Maldon)
1 tsk eplaedik

1. Leggið Sléttusveppi í 15 til 30 mín. í volgu í litla pönnu, setjið hlemm yfir.

2. Setjið pönnuna á lágan hita og bætið við smjörinu, rjómanum, og salti og pipar eftir smekk. Látið malla þar til vökvinn þykknar. Gætið að því að láta rjómann ekki brenna við.

3. Takið af hellunni og bætið við eplaediki og setjið í matvinnsluvél og saxið. Ef slíkt tæki er ekki fyrir hendi mátti saxa sveppina vel áður en þeir voru látnir malla. Blandið eplaedikinu vel saman við.

4. Gott viðbit með hvítu kjöti svo sem steiktum kjúklingi eða hvítum fisk.

Jun Nakajima samdi uppskrift.


Sveppabaka

Bökudeig:
 150 g kalt smjör
 250 g hveiti
 1 eggjarauða
 4 msk vatn eða meir eftir þörfum
 Dálítið salt.

Fylling:
 50 g af Sléttusveppum
 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
 3 vorlaukar skornir
 2 msk smjör til steikingar
 2 egg
 250 ml rjómi eða 1 dós sýrður rjómi
 50 g rifinn ostur
 salt og nýmalaður pipar

Aðferð:
Kalt smjörið brytjað og hnoðað saman við hveitið. Eggjarauðu bætt við og síðan kalt vatn svo að deigið verði ekki of þurrt en loði vel saman. Best er að hnoða það sem minnst. Geymt í kæli í klukkustund. Flatt út og klætt inn í bökuform. Bakað í 15 mínútur við 225°C hita.
Sveppir lagði í bleyti í 20 mínútur. Síðan steiktir með hvítlauk og vorlauk góða stund. Hrærið saman eggjum, rjóma og rifnum osti og kryddið með salt og pipar. Hellið í bökuskelina og bakið allt við 200°C hita í um 25 mínútur.


Sveppasúpa fyrir fjóra

1 pakki Sléttusveppir (50 g)
500 ml soð af hænsn eða sveppum
1 stór laukur
1 vöndur af steinselju
2 matskeiðar hveiti
2 eggjarauður
250 ml rjómi
salt og pipar.

Matseld: 35 mín. Einföld.

Leggið sveppina í bleyti í 20 mínútur. Skerið laukinn og steikið létt í potti, látið bleytta sveppina út í, brúnið ekki. Sáldrið 1 matskeið af hveiti, saltið og piprið eftir smekk. Hellið soðinu út á og takið pottinn af hellunni. Blandið tveimur eggjarauðum og matskeið af hveiti út í rjómann og setjið í súpuna. Látið malla í korter. Saxið steinseljuna og látið hana sjóða með síðustu mínútur. Gott brauð á vel við súpuna.


Rísottó með smálubba og grænum spergli

Innihald:

25 g Sléttusveppir 
20 g smjör
1 laukur
400 g rísottó-hrísgrjón
2 dl þurrt hvítvín
8-10 dl soð
(sveppa-, hænsna- eða grænmetissoð).
400 g ferskur grænn spergill
40 g smjör 
50 g parmesan-ostur nýrifinn 
1 dl rjómi

Aðferð:
Leggið sveppina í bleyti í litla skál í 20 mínútur, látið vatnið fljóta yfir. Saxið laukinn og léttsteikið í smjörinu. Hrísgrjónum bætt við smjörsteiktan laukinn, hrært og steikt stutta stund. Soðinu hellt út á og suðan látin koma upp. Síðan látið malla á lágum hita í 30 mínútur. Skerið endann af sperglunum, bútið þá niður og sjóðið í 3 mínútur. Sperglar settir út í hrísgrjónin og allt látið malla í korter til viðbótar. Smjöri, parmesan-osti og rjóma bætt við. Kryddað með nýmöluðum pipar. Einnig má bæta við dálitlu soði. Rísottó á að vera seigfljótandi, þannig smakkast það best.

Hægt er að taka nokkra spergla frá smjörsteikja þá og hafa þá til skreytingar á réttinum. Strá yfir rifnum parmesan.