Um SLÉTTUSVEPPI

Um fyrirtækið:

Fyrirtækið Sléttusveppir ehf var stofnað árið 2017, en fyrirrennari þess var Artic Angling ehf. Það er staðsett á Raufarhöfn, Melrakkasléttu og er eigandi þess Ásdís Thoroddsen. Sléttusveppir framleiðir vöru úr tvenns konar sveppum: Smálubbi sem er sneiddur, þurrkaður og pakkaður í 25 og 50 gramma umbúðir og lerkisveppur sem fæst í 25 gramma umbúðum.

02

 

Um vöruna:
Smálubba

Smálubbi er tíndur á heiðum Melrakkasléttu, Norður-Þingeyjarsýslu. Hver einasti sveppur er skoðaður og hreinsaður áður en hann er skorinn og settur í þurrk. Heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra (HNE) fer yfir verkferla og húsnæði. Matís hefur gert innihaldsgreiningu og er í 100 grömmum að finna eftirfarandi:

Næringargildi í 100 g:  
Orka: 1235 kj/295 kcal
Fita: 4 g
– þar af mettuð fita: 1 g
Kolvetni: 29 g
– þar af sykurtegundir: 6 g
Trefjar: 27 g
Prótein: 23 g

 

abt03

 

Smálubbi (Leccinum rotundifoliae) telst til lubbanna sem auðvelt er að greina í sveppamó. Það eru pípusveppir með þykku og þéttu holdi, kúlulaga hettu og grófu yfirborði á stilknum. Allir lubbar lifa í rótarsambandi, aðallega við birkitegundir og eru tíðastir í norðlægum löndum þar sem birkið hefur mesta útbreiðslu. Á Íslandi vaxa um 4-5 lubbategundir og er kúalubbinn þekktastur þeirra.

Smálubbi er fremur smávaxinn með kúlulaga, oft dálítið sprungna hettu. Hann vex einkum í þurru og ófrjóu landi með fjalldrapa og fylgir honum upp til fjalla, allt að 500 m hæð yfir sjó. Smálubbinn er algengur um allt land. (Heimildir: Íslenskir sveppir og sveppafræði. Helgi Hallgrímsson, Reykjavík 2010. https://en.wikipedia.org/wiki/Leccinum)

Lubbaættin finnst helst á skógsvæðum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Fundarstaðir smálubba (leccinum rotundifoliae).(http://www.discoverlife.org/mp/20m?kind=Leccinum+rotundifoliae)

 

Um lerkisvepp

Lerkisveppur (Suillus grevillei) er hinn sveppurinn sem Sléttusveppir verka og koma á markað. Hver sveppur er hreinsaður og er himnan dregin af hattinum áður en hann er skorinn og þurrkaður. Heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra (HNE) fer yfir verkferla og húsnæði. Matís hefur gert innihaldsgreiningu og er hún sem hér segir í 100 grömmum:

Næringargildi í 100 g:  
Orka: 1539 kj/368 kcal
Fita: 4.7 g
– þar af mettuð fita: 1.1 g
Kolvetni: 65 g
– þar af sykurtegundir: 7.1 g
Prótein: 16 g
Sölt: 0.36 g

 

abt01Lerkisveppurinn vex aðeins með lerkitrjám. Hann er algengur um Norður-Ameríku og Evrópu. https://en.wikipedia.org/wiki/Suillus_grevillei

 

Hafa samband

Nafn (Áskilið)

Netfang (Áskilið)

Efni

Skilaboð